Ný stjórn MPM félagsins kosin á aðalfundi 28.5.2013.

Aðalfundur MPM félagsins fór fram 28.5.2013 í HR og mættu 12 manns.

Ragnhildur Nielsen fór með skýrslu stjórnar og Óskar Friðrik Sigmarsson, fráfarandi féhirðir lagði ársreikning fram.

Tveir stjórnarmeðlimir gáfu ekki kost á sér til frekari setu, Óskar Friðrik Sigmarsson og Anna Kristrún Gunnarsdóttir.  Tveir gáfu kost á sér og því ekki þörf að kjósa um nýja stjórn.

Ný stjórn fyrir starfsárið 2013 – 2014 skipa :
Dagrún Árnadóttir
Einar Pétur Heiðarsson (nýr)
Friðleifur Kristjánsson
Jónína Björk Erlingsdóttir (ný)
Ragnhildur Nielsen
Sigríður Rósa Magnúsdóttir

Einn gaf kost á sér sem varamaður í stjórn, Magnús Ágúst Skúlason og var hann sjálfkjörinn.

Bragi Rúnar Jónsson var kjörinn skoðunarmaður og varamaður hans sjálfkjörin Ingibjörg E. Garðarsdóttir.

Í lokin var boðið upp á léttar veitingar.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér í fundargerð.

Ný stjórn þakkar Óskari og Önnu kærlega fyrir stjórnarsetu þeirra í félaginu og öflugt framlag. Óskar sat í tvö ár í stjórn og Anna í þrjú.  Húrra !

Lean Ísland

Okkur hjá MPM félaginu langar að vekja athygli á Lean Ísland ráðstefnunni sem fram fer í næstu viku!

 

Lean Ísland 2013

Lean Ísland ráðstefnan var haldin af Spretti í fyrsta sinn á síðastliðnu ári þar sem um 300 manns mættu til að læra af fyrirlesurum og hverju öðru. Ráðstefnan fékk mjög góðar undirtektir viðstaddra og mun Sprettur því endurtaka leikinn þann 7. maí næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Þetta árið er dagskráin enn metnaðarfyllri þar sem hægt verður að velja um tvær fyrirlestrabrautir í stað einnar. Að auki verður svokallað Opið rými í lok ráðstefnunnar þar sem þátttakendum og fyrirlesurum gefst tækifæri til að búa til sína eigin ráðstefnudagskrá. Úrval fyrirlesara verða með erindi þar sem áherslan er á Lean hugsunstjórnun og menningu. Meðal fyrirlesara er Daniel T. Jones sem er einn höfunda bókanna The Machine That Changed The World og Lean Thinking: Banish Waste and Create Wealth in Your Corporation þar sem orðið ‘lean’ var kynnt til sögunnar sem lýsing á hugmyndafræði og framleiðsluaðferðum Toyota.

Lean Ísland er fyrir alla sem vilja ná meiri árangri í sínum fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki og stofnanir í mörgum atvinnugreinum bæði í þjónustu og framleiðslu eru byrjuð að nýta sér Lean stjórnun og hugsun. Með áherslum sínum á virði fyrir viðskiptavini og umbótamenningu er Lean stjórnun að fá verðskuldaða athygli um heim allan.

Í ráðstefnuvikunni verða einnig tvö námskeið fyrir þá sem vilja læra enn meira um hvernig megi ná árangri með lean umbótum.

Skráningu og nánari upplýsingar má nálgast á vef ráðstefnunnar www.leanisland.is.

Vorráðstefna MPM Félagsins og Stjórnvísi

RAUÐI ÞRÁÐUR VERKEFNASTJÓRNUNAR

MPM félagið í samvinnu við faghóp Stjórnvísi í Verkefnastjórnun, heldur ráðstefnuna Rauði þráður verkefnastjórnunar þann 11. apríl 2013 á Nauthól.

Opnað hefur verið fyrir skráningu og hvetur MPM félagið ykkur til að taka daginn frá og skrá ykkur á þessa spennandi ráðstefnu! Takmarkað sætaframboð.

Frekari upplýsingar um fyrirlestra.

08:00-08:30 Morgunmatur og mæting
08:30-08:40 Setning ráðstefnu – Ragnhildur Nielsen, formaður MPM félagsins
08:45-09:00 Inngangur
Helgi Þór Ingason PhD, forstöðumaður MPM námsins
09:00-09:40 Val verkefna: Innleiðing verkefnaskrár í ferlamiðað fyrirtæki
María Ósk Kristmundsdóttir, MPM 2010, Alcoa Fjarðarál
09:40-10:20 Verkáætlun: Áætlanagerð verkefna: hversu lítið er mátulega mikið?
Þór Hauksson, MPM 2012, Landsbankinn
10:20-10:40 Kaffihlé
10:40-11:20 Framkvæmd verkefna: Iceland Airwaves í framkvæmd
Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland airwaves
11:20-12:00 Lærdómur verkefna: Effective and sustainable project delivery and key lessons learned in the context of a CI journey
Ýr Gunnarsdóttir, OE/CI Process Leadership at Shell International
12:00-12:30 Hópdynamik: Kraftar í hópum, dýrð og dásemd eða kvöl og pína?
Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur
12:30-12:35 Ráðstefnulok – Formaður MPM

Ráðstefnustjóri: Óskar Friðrik Sigmarsson, verkefnastjóri hjá Vátryggingafélagi Íslands, MPM 2009.

Þátttökugjald er 5.900 kr. og er morgunverður er innifalinn.
Skráðir félagar MPM félagsins, Stjórnvísi og nemar í MPM námi við HR greiða ekki þátttökugjald.

Skráið ykkur hér.

Sérstakar þakkir fá forstöðumenn MPM námsins og RioTInto Alcan fyrir að styrkja ráðstefnuna og þar með þekkingardreifingu á verkefnastjórnun.

 

Jólafundur MPM félagsins 2012

Jólafundur „happy hour“ – verkefnastjórnun hjá Icelandair
Fimmtudagurinn 6. desember kl. 17 í bíósal Hótel Natura (salur 1).
Björgvin Harri og Dagur Egonsson munu taka á móti okkur og fara í gegnum verkefnastjórnun í tveimur deildum hjá þeim. Fjallað verður meðal annars um það hvernig sé að vinna í fjölþjóðlegum teymum, reynsla þeirra og aðferðir sem IT sviðið notar við stjórnun á verkefnum sínum.
Félagarnir eru miklir reynsluboltar og hafa starfað lengi hjá Icelandair, Björgvin er verkefnastjóri, MPM 2009, og hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 2004. Dagur er ‘director management information´ og hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 1996.
Hvetjum mpm árganga til að nýta tækifærið og hittast, fá sér einn öl og fræðast heilan helling ! Happy hour verður á barnum til kl. 19
Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir miðvikudaginn 5. desember, skráning sendist í mpmfelag@mpmfelag.is
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
kveðja
Jólastjórnin

Hádegisfyrirlestur þann 8. nóvember – Sigurjón Þórðarson

Hin hlutverk verkefnastjórans.

 

Fjallað er um þau hlutverk önnur en sérfræðin sem þarf að sinna þegar er  verið að vinna með fólki.

 

Sigurjón er með 7 ára reynslu sem ráðgjafi. Hann er með MBA, kennari, matreiðslumeistari og með eigin rekstur  í ferðaþjónustu í 16 ár, kennsla í grunnskóla 3 ár, fjöldi námskeiða í team building, ráðgjafahæfni, leiðsögn og kennsla í  sjókayakferðum ofl.  

 

Hans sérsvið er hreysti fyrirtækja, liðsheildar og leiðtogaþjálfun, stefnumótun, samskipti, fyrirlestrar, persónuleg hæfni, innleiðing breytinga, tenging gilda við starfsmenn, stjórnun og þjálfun verkefnahópa og viðtöl við stjórnendur og sérfræðinga, stjórnun stórfunda og vinnustofur.

Staðsetning og tími: Háskólinn í Reykjavík, stofa M209, 2.hæð. 12:00-13:00
 
 
Þetta verður eflaust spennandi fyrirlestur og hvetjum við ykkur til að koma í hádeginu. Einnig viljum við benda á fyrirlestur um verkefnastjórnun hjá Icleandair sem verður þann 6. desember .
 
 
Kv. Stjórnin
 

Hádegisfyrirlestur þann 11. október

Hádegiserindi MPM félagsins – Á allra vörum
Hvernig verður verkefni eins og „Á allra vörum“ að veruleika.
Forsvarskonur verkefnisins „Á allra vörum“ þær Gróa
Ásgeirsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir og Guðný
Pálsdóttir munu segja frá undirbúningi, skipulagningu
og framkvæmd þessa mikila verkefnis.
Að framsögu lokinni gefst kostur á spurningum frá
þátttakendum.

Verkefnið „Á allra vörum“ fór af stað árið 2008 með það markmið að styðja við
Krabbameinsfélag Íslands og var söfnunarfé það árið varið til kaupa á tækjum til að
greina brjóstakrabbamein á frumstigi. Verkefnið hefur síðan verið árlegt og í hvert
sinn er valið ákveðið verkefni sem stutt er við, sem þó tengist krabbameini á einhvern
hátt. Átakið 2012 var; Stuðningsmiðstöð fyrir veikustu börnin.

Staðsetning: Þjóðmenningarhús, Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík

Tími: 11. október 2012, kl. 12:00 – 13:00

Verð: 1.200 kr., súpa og brauð er innifalið (greitt á staðnum)

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á
mpmfelag@mpmfelag.is eigi síðar en á hádegi miðvikudagsins 10. október

Hádegisfyrirlestur

MPM námið við HR og MPM félagið verða með hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 19. september.

Robert Dell prófessor við Cooper Union háskólann í New York mun vera með spennandi fyrirlestur sem nefnist:

Beyond the Box

- A systematic approach to solving great problems with simple and elegant solutions

Fyrirlesturinn verður í Háskóla Reykjavíkur, nánari upplýsingar koma síðar.

MPM ráðstefnan – Vor í íslenskri verkefnastjórnun

Útskriftarráðstefna MPM-námsins við Háskólann í Reykjavík verður haldin á Grand hóteli næstkomandi föstudag þann 25. maí og hefjast herlegheitin klukkan 12:30. Um er að ræða 31 fyrirlestur í sex flokkum og þremur straumum.

Rodney Turnar mun opna útskrifarráðstefnu MPM-námsins 2012 með fyrirlestri sem hann nefnir: Being a researcher in project management!
Rodney er aðjúnkt í verkefnastjórnun við Kemmy School of Management, prófesssor á sviði verkefnastjórnunar við Lille Graduate School of Management og við Erasmus University í Rotterdam. Hann starfar einnig sem ráðgjafi á sviði verkefnastjórnunar, hann heldur fyrirlestra víða um heim, og hefur skrifað fjölda bóka og tímaritsgreina um verkefnastjórnun. Rodney er ritstjóri hins virta International Journal of Project Management og hefur verið lykilmaður bresku verkefnastjórnunarfélaginu og Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga um langa hríð.

Látið þetta einstaka tækifæri ekki fram hjá ykkur fara!

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunar er að finna hér!