Upplýsingar um fyrirlesara

Rauði þráður verkefnastjórnunar

Vorráðstefna MPM félagsins 11. apríl 2013, Nauthóll

 

Inngangur

Helgi Þór Ingason PhD, Forstöðumaður MPM námsins

Helgi Þór IngasonHelgi Þór Ingason hefur doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og SCPM í verkefnastjórnun frá Stanford University. Hann hefur alþjóðlega vottun sem verkefnastjóri (Certified Senior Project Manager). Helgi Þór er forstöðumaður og leiðandi fyrirlesari í MPM námi við Háskólann í Reykjavík, sem er fjögurra missera meistaranám í verkefnastjórnun. Hann starfar einnig sem ráðgjafi hjá Nordica ráðgjöf ehf. Helgi Þór var áður forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og dósent við Háskóla Íslands.

 

 

Val verkefna

María Ósk Kristmundsdóttir, MPM 2009, Alcoa Fjarðarál

María Ósk KristmundsdóttirTitill erindis: Innleiðing verkefnaskrár í ferlamiðað fyrirtæki.

Um erindi: Alcoa Fjarðaál er ferlamiðað og straumlínustýrt fyrirtæki með umbótastarf í öndvegi. Í fyrirlestrinum verður farið yfir það hvernig aðferðir verkefnastjórnunar gagnast í litlum og miðlungsstórum umbótaverkefnum. Rakin verður saga innleiðingar á stjórnun verkefnaskráar í umbótaverkefnum og því hvernig Kanban hefur nýst fyrirtækinu til að fylgja eftir breytingum á búnaði og byggingum.

Slæður: Kemur mögulega síðar.

Um fyrirlesara: María Ósk Kristmundsdóttir er tölvunarfræðingur og MPM. María hefur unnið hjá Alcoa Fjarðaáli frá upphafi árið 2006, fyrst sem sérfræðingur í tölvuteymi en frá 2011 sem verkefnisstjóri í áreiðanleikateymi.

 

Verkáætlun

Þór Hauksson, MPM 2012, Landsbankinn

Þór HaukssonTitill erindis: Áætlanagerð verkefna: hversu lítið er mátulega mikið?

Um erindi: Áætlanagerð er óaðskiljanlegur hluti af undirbúningi, skipulagi og stjórn verkefna – sannarlega einn rauðu þráðanna í verkefnastjórn. En hvers konar áætlanagerð hentar hverju verkefni og hversu mikla áætlanagerð er nauðsynlegt og skynsamlegt að vinna í undirbúningi þeirra?  Í erindinu verða ýmis sjónarhorn áætlanagerðar í verkefnastjórn skoðuð, byggt á fræðilegum grunni en þó umfram allt á reynslu fyrirlesarans af mýmörgum verkefnum, stórum og smáum.

Slæður: Kemur mögulega síðar.

Um fyrirlesara: Þór Hauksson starfar sem verkefnastjóri á Verkefnastofu Landsbankans og hefur þar m.a. umsjón með Verkefnaskrá bankans.  Undanfarin 17 ár hefur hann stýrt verkefnum á ólíkum viðfangsviðum opinberrar stofnunar, fjarskiptageirans, upplýsingatækniþjónustu og núna síðast innan banka- og fjármálaþjónustu.  Þór er tölvunarfræðingur og útskrifaðist úr MPM náminu 2012.

 

Framkvæmd verkefna

Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland airwaves

GrimurAtlasonTitill erindis: Iceland Airwaves í framkvæmd.

Um erindi: Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hefur verið haldin frá árinu 1999. Hátíðin er ein þekktasta tónlistarhátíð sinnar tegundar í heiminum. Grímur Atlason framkvæmdastjóri hátíðarinnar fer yfir sögu, markmið, skipulag og utanumhald hátíðarinnar.

Slæður: Kemur mögulega síðar.

Um fyrirlesara: Grímur Atlason framkvæmdastjóri, rokktónlistarmaður og umboðsmaður. Frá árinu 2010 hefur hann verið framkvæmdastjóri Airwaves, er fyrrum sveitarstjóri Dalabyggðar, bæjarstjóri Bolungarvíkur og menntaður þroskaþjálfi.

 

Lærdómur verkefna

Ýr Gunnarsdóttir, OE / CI Process Leadership at Shell International

Yr GunnarsdóttirTitill erindis: Effective and sustainable project delivery and key lessons learned in the context of a CI journey.

Um erindi: Planning a project is ‘straight forward’ – delivering effective and sustainable results is where the real challenges set in, especially in the context of a Continuous Improvement (CI) journey. This session will focus on the different ‘project’ dimensions around CI related projects; such as collaboration, deployment, sustainability and culture. Key lessons learned will be addressed around each dimension.

Slæður: Kemur mögulega síðar.

Um fyrirlesara: Ýr has over a decade’s experience of leading business strategy and process & performance management initiatives. She has been on the front line in developing Continuous Improvement and Operational Excellence approach within multiple Fortune 500 companies. Enabling them to enhance and align strategy, business planning and KPIs with the reality of daily operations and behavioral challenges in the spirit of Continuous Improvement and Operational performance.

 

Hópdynamik

Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur

Þórkatla AðalsteinsdóttirTitill erindis: Kraftar í hópum, dýrð og dásemd eða kvöl og pína?

Um erindi: Hvaða kraftar fara af stað í hópum? Hlutverk, siðir og venjur í hópum. Hvernig virka hópar best?

Slæður: Kemur mögulega síðar.

Um fyrirlesara: Þórkatla Aðalsteinsdóttir er sálfræðingur að mennt og útskrifaðist frá Lunds Universitet 1989. Hún hefur starfað hjá Lífi og sál sálfræðistofu frá frá árinu 2000 og rekur það fyrirtæki ásamt Einari Gylfa Jónssyni sálfræðingi. Þórkatla hefur flutt fjölda fyrirlestra síðustu árin ásamt því að sinna meðferð, handleiðslu og verkefnum sem snúa að sálfélagslegum áhættuþáttum á vinnustöðum.

One thought on “Upplýsingar um fyrirlesara

  1. Pingback: MPM félagið » Blog Archive » Vorráðstefna MPM Félagsins og Stjórnvísi