MPM félagið

Um MPM félagið

Eftirfarandi atriði eru tekin úr samþykktum félagsins:
Tilgangur félagsins og hlutverk er að stuðla að faglegum, félagslegum og efnahagslegum ávinningi þeirra sem útskrifast hafa með MPM eða sambærilega prófgráðu sbr. gr. 4.1 og að styðja við áframhaldandi þróun og framgöngu slíks náms á Íslandi.

Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að:
• standa vörð um sameiginlega hagsmuni félagsmanna,
• efla og viðhalda tengslaneti félagsmanna á milli,
• stuðla að fræðslu og upplýsingamiðlun til félagsmanna og
• vera til ráðgjafar um þróun MPM náms og öðru sambærilegu námi á Íslandi og
• viðhalda tengslum milli félagsins og skóla.

Allir þeir sem útskrifast með MPM prófgráðu eða sambærilega samkvæmt gr. 4.1 og þeir sem eru skráðir nemar á lokamisseri slíks náms eru sjálfkrafa skráðir á félagalistann sé það mögulegt. Greiði félagsmenn ekki árgjald verða þeir skráðir úr félaginu, sbr. 5. gr. samþykktanna.