Upplýsingar um fyrirlestra

Ný tækifæri – Vorráðstefna MPM félagsins

12. apríl 2012, Icelandair Hótel Reykjavík Natura

 

Key Note Speaker

Bob Dignen, York Associates

Bob DignenTitill erindis: Effective communication in projects

Um erindi: Bob Dignen takes a look at the core communication skills which make the difference when working internationally in projects today. He takes us on a journey from the fundamentals of speaking and listening effectively, through core face-to-face skills and concludes with a word or two on the key challenges of interacting virtually. Be prepared to walk away thinking about communication in a new way.

Slæður: Effective communication in projects – Bob Dignen

Um fyrirlesara: As a Director of York Associates, Bob specializes in developing international communication skills and performance across cultures for both teams and individuals. He has worked in Iceland for many years and will share his insights on the challenges he has experienced here. As an author, his titles include 50 Ways to Improve Your Intercultural Skills (Summertown Publishing), Communicating Across Cultures (CUP) and Communicating Internationally in English (York Associates).

 

Ný verkefni

Lilja Ósk Snorradóttir, Pegasus

Lilja Ósk SnorradóttirTitill erindis: Verkefnastjórnun á íslenskum jökli með erlendum stórstjörnum: Game of Thrones verkefnið hjá Pegasus

Um erindi: Framleiðslufyrirtækið Pegasus býr yfir mikilli reynslu á sviði framleiðslu auglýsinga, þátta og bíómynda fyrir erlend framleiðslufyrirtæki. Farið verður yfir reynslu Pegasus af nýliðnu verkefni þegar stjörnum prýddur hópur leikara og aðstandenda Game of Thrones sjónvarpsseríunnar sótti Ísland heim til að taka upp hluta af einni vinsælustu sjónvarpsseríu í heimi.

Slæður: Game of Thrones – Lilja Ósk Snorradóttir

Um fyrirlesara: Lilja Ósk Snorradóttir er framkvæmdastjóri hjá Pegasus og hefur komið að og framleitt fjölmörg verkefni bæði hér innanlands og erlendis.

Stefanía Katrín Karlsdóttir, Íslensk Matorka

TStefanía Katrín Karlsdóttiritill erindis: Ný tækifæri í matvælaframleiðslu til útflutnings

Um erindi:  Næstu 40 ár þarf að tvöfalda matvælaframleiðslu í heiminum. Að mati sérfræðinga mun það ekki geta gengið eftir miðað við núverandi aðstæður í heiminum. Íslendingar búa við þær aðstæður að hægt er að leggja áherslu á aukna framleiðslu á matvælum. Tækifærin liggja í auðlindum okkar, hreinleika landsins og staðsetningu þess. Íslendingar eiga sameiginlega að setja sér markvissa stefnu um að auka vægi framleiðslu á matvælum og hrinda henni síðan í framkvæmd.

Slæður: Ný tækifæri í matvælaframleiðslu til útflutnings – Stefanía Katrín Karlsdóttir

Um fyrirlesara:  Stefanía Katrín Karlsdóttir er matvæla- og viðskiptafræðingur. Hún hefur um árabil unnið við sjávarútveg og síðustu 10 ár við stjórnun, rekstur og fjármálastjórn. Undanfarin tvö ár hefur Stefanía starfað við eigið fyrirtæki, Íslenska matorku sem leggur áherslu á framleiðslu matvæla til útflutnings.

Mats Rosenkvist, Infomentor

Mats RosenkvistTitill erindis: Vision driven project management

Um erindi:  The story about how you simultaneously enter a joint venture with a UK company, plan a prelaunch of a new product and make a strong statement as a rookie exhibitor at BETT – the world’s most important exhibition for ICT in education.

Um fyrirlesara: Mats Rosenkvist is the CEO of InfoMentor PODB in Sweden.  Mats has been working with education since 1995 when he was a co-founder of Kunskapsmedia where he is still a board member. Mats established his company P.O.D.B in 1999. He studied Information and Communication at Växjö University and Economy at the University of Oregon in USA. Mats has worked as a project manager and a marketing manager in various organizations in Sweden such as Mercedes, Nissan, the Swedish Tourist board and both Swedish and international advertising agencies. Mats has a great passion for education and school improvement. This passion, along with his background in marketing, makes him an ideal leader and spokesman for InfoMentor.

 

Ánægja starfsmanna og viðskiptavina – áhrif á forystu og tækifæri fyrirtækja

Helga Fjóla Sæmundsdóttir, Íslenska Gámafélagið

Helga Fjóla SæmundsdóttirTitill erindis:  Gámafjölskyldan

Um erindi:  Fjallað verður um mannauðsstefnu fyrirtækisins, hlutverk Fisksins (Fish Philosophy) og hvaða leiðir eru farnar til að leggja áherslu á helsta gildi fyrirtækisins, gleði.

Um fyrirlesara:  Helga Fjóla Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri starfsmannasviðs hjá Íslenska gámafélaginu. Hún hefur mikla reynslu af rekstri og stjórnun og hefur starfað sem mannauðsstjóri síðustu 10 ár. Helga Fjóla lauk Diploma í stjórnun og viðskiptum og lauk mannauðsstjórnun frá EHI árið 2003. Undir stjórn Helgu Fjólu hefur tekist að byggja upp öflugt starfsmannasvið hjá Íslenska Gámafélaginu en því til staðfestingar var fyrirtækið valið fyrirtæki ársins árin 2010 og 2011 hjá VR. Þess má geta að Helga Fjóla var verðlaunahafi í Stjórnunarverðlaunum Stjórnvísis árið 2012.

Páll Ásgeir Guðmundsson, Capacent

Páll Ásgeir GuðmundssonTitill erindis:  Þróun í mælingum á ánægju viðskiptavina

Um erindi:  Farið verður yfir helstu strauma í mælingum á ánægju viðskiptavina, túlkun niðurstaðna og forgangsröðun verkefna í kjölfar rannsókna.

Um fyrirlesara:  Páll Ásgeir Guðmundsson, sviðsstjóri markaðs- og viðhorfarannsókna hjá Capacent. B.A. í sálfræði við HÍ og hef starfað hjá Capacent sl. 10 ár.

Guðrún Högnadóttir, Opni Háskólinn í HR

Guðrún HögnadóttirTitill erindis:  Forysta í verkefnum nýrra tíma

Um erindi:  Fjallað verður um lykilhlutverk og helstu áskoranir leiðtoga.  Rýnt verður í þá eiginleika sem eru samnefnari árangurs, fjallað verður um einkenni forystu í sögulegu og fræðilegu samhengi. Erindið veitir praktíska, fræðilega og persónulega innsýn í hugarheim og áhrif leiðtoga.

Slæður: Forysta í verkefnum nýrra tíma – Guðrún Högnadóttir

Um fyrirlesara:  Guðrún Högnadóttir er framkvæmdastjóri Opna háskólans í HR og situr í stjórnum nokkurra íslenskra fyrirtækja. Auk stjórnunarstarfa og kennslu við HR hefur hún unnið síðastliðin ár sem leiðbeinandi og markþjálfi (executive coach) í íslensku atvinnulífi og erlendis og leitt fjölda vinnustofa um árangur liðsheilda og vinnustaða.  Nánar um Guðrúnu hér:  http://www.ru.is/haskolinn/starfsfolk/gudrunhogna