Siðareglur

Tilgangur siðareglna MPM félagsins er að stuðla að fagvitund og heilindum í störfum félagsmanna við verkefnastjórnun.

Reglurnar séu félagsmönnum bakhjarl í störfum.

  • Félagsmenn MPM félagsins fara í störfum sínum eftir siðareglum félagsins og taka ekki að sér störf sem brjóta í bága við lög og opinberar reglugerðir.
  • Félagsmenn stunda fagleg og heiðarleg vinnubrögð og vekja traust og virðingu út á við.
  • Félagsmenn leggja sig fram, í störfum sínum, að gæta hagsmuna viðskiptavina sinna og vinna þau án tillits til persónulegra skoðana, stjórnmála, þjóðernis, trúarbragða, kynþátta eða hagsmuna er ekki snerta beint verkefnið sjálft.
  • Félagsmenn virði trúnað gagnvart upplýsingum frá viðskiptavinum sínum, nema þeir hafi heimilað annað eða lög krefjist þess.
  • Félagsmenn gefa ráð og veita umsagnir um málefni sem varðar verkefnastjórnun og aðra sérfræðiþekkingu sem þeir búa yfir og eru viðskiptavini innan handar ef leita þarf frekari sérfræðiþekkingar.
  • Félagsmenn hafa góða samvinnu sín á milli og leitast við að styrkja samstarf og samstöðu félagsmanna. Þeir sýna hver öðrum virðingu í ræðu, riti og framkomu. Þeir sýna hver öðrum þá sanngirni, trúnað og tillitsemi, sem er samrýmanleg hagsmunum félagsins.
  • Félagsmenn leggja sig fram við að viðhalda verkviti, siðviti og hugviti í verkefnastjórnun.
  • Félagsmenn leitast við að auka faglega þekkingu sína.
  • Félagsmenn leggja sig fram við að auka orðstý MPM félagsins og auka veg verkefnastjórnunar.