Forsaga félagsins

MPM félagið var stofnað á fundi á Hótel Sögu þann 29. febrúar 2008. Stofnfélagar voru nemendur sem útskrifuðust 2007 og 2008 úr MPM, meistaranámi í verkefnastjórnun við Verkfræði og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

Fyrsti aðalfundur félagsins var haldinn 30. maí 2008 og þá var fyrsta stjórn félagsins kjörin.

Síðan hafa verið haldnir aðalfundir í maí 2009, 2010, og 2011. Í hvert sinn hafa stjórnir verið endurkjörnar að hluta, en hluti sitjandi stjórnarmanna gefið kost á sér og náð endurkjöri.