Aðalfundur MPM félagsins 19. maí 2015

Kæru félagsmenn!

Þann 19. maí verðum við með aðalfund félagsins. Hann verður haldinn í stofu MPM námsins milli kl. 17:30 og 18:30. Við ætlum ekki að taka mikinn tíma í hefðbundin aðalfundarstörf enda MPM fólk tímabundið og vill nýta tíma sinn vel og vonumst við því eftir að sjá sem flesta. Erum þegar komin með nokkra einstaklinga sem vilja gefa kost á sér svo ekki vera hrædd við að mæta af hættu við að vera dregin inní stjórn félagsins :-)

Dagskrá aðalfundar:

1. Skýrsla stjórnar fyrir næstliðið starfsár og umræður um hana.
2. Framlagning ársreiknings fyrir næstliðið reikningsár til samþykktar og umræður um hann.
3. Kosning aðalmanna í stjórn.
4. Kosning varamans í stjórn.
5. Kosning skoðunarmanns og varamanns hans.
6. Ákvörðun félagsgjalda.
7. Önnur mál.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Kær kveðja,
Stjórnin

Comments are closed.