Ný stjórn MPM félagsins kosin á aðalfundi 28.5.2013.

Aðalfundur MPM félagsins fór fram 28.5.2013 í HR og mættu 12 manns.

Ragnhildur Nielsen fór með skýrslu stjórnar og Óskar Friðrik Sigmarsson, fráfarandi féhirðir lagði ársreikning fram.

Tveir stjórnarmeðlimir gáfu ekki kost á sér til frekari setu, Óskar Friðrik Sigmarsson og Anna Kristrún Gunnarsdóttir.  Tveir gáfu kost á sér og því ekki þörf að kjósa um nýja stjórn.

Ný stjórn fyrir starfsárið 2013 – 2014 skipa :
Dagrún Árnadóttir
Einar Pétur Heiðarsson (nýr)
Friðleifur Kristjánsson
Jónína Björk Erlingsdóttir (ný)
Ragnhildur Nielsen
Sigríður Rósa Magnúsdóttir

Einn gaf kost á sér sem varamaður í stjórn, Magnús Ágúst Skúlason og var hann sjálfkjörinn.

Bragi Rúnar Jónsson var kjörinn skoðunarmaður og varamaður hans sjálfkjörin Ingibjörg E. Garðarsdóttir.

Í lokin var boðið upp á léttar veitingar.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér í fundargerð.

Ný stjórn þakkar Óskari og Önnu kærlega fyrir stjórnarsetu þeirra í félaginu og öflugt framlag. Óskar sat í tvö ár í stjórn og Anna í þrjú.  Húrra !

Lean Ísland

Okkur hjá MPM félaginu langar að vekja athygli á Lean Ísland ráðstefnunni sem fram fer í næstu viku!

 

Lean Ísland 2013

Lean Ísland ráðstefnan var haldin af Spretti í fyrsta sinn á síðastliðnu ári þar sem um 300 manns mættu til að læra af fyrirlesurum og hverju öðru. Ráðstefnan fékk mjög góðar undirtektir viðstaddra og mun Sprettur því endurtaka leikinn þann 7. maí næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Þetta árið er dagskráin enn metnaðarfyllri þar sem hægt verður að velja um tvær fyrirlestrabrautir í stað einnar. Að auki verður svokallað Opið rými í lok ráðstefnunnar þar sem þátttakendum og fyrirlesurum gefst tækifæri til að búa til sína eigin ráðstefnudagskrá. Úrval fyrirlesara verða með erindi þar sem áherslan er á Lean hugsunstjórnun og menningu. Meðal fyrirlesara er Daniel T. Jones sem er einn höfunda bókanna The Machine That Changed The World og Lean Thinking: Banish Waste and Create Wealth in Your Corporation þar sem orðið ‘lean’ var kynnt til sögunnar sem lýsing á hugmyndafræði og framleiðsluaðferðum Toyota.

Lean Ísland er fyrir alla sem vilja ná meiri árangri í sínum fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki og stofnanir í mörgum atvinnugreinum bæði í þjónustu og framleiðslu eru byrjuð að nýta sér Lean stjórnun og hugsun. Með áherslum sínum á virði fyrir viðskiptavini og umbótamenningu er Lean stjórnun að fá verðskuldaða athygli um heim allan.

Í ráðstefnuvikunni verða einnig tvö námskeið fyrir þá sem vilja læra enn meira um hvernig megi ná árangri með lean umbótum.

Skráningu og nánari upplýsingar má nálgast á vef ráðstefnunnar www.leanisland.is.