Jólafundur MPM félagsins 2012

Jólafundur „happy hour“ – verkefnastjórnun hjá Icelandair
Fimmtudagurinn 6. desember kl. 17 í bíósal Hótel Natura (salur 1).
Björgvin Harri og Dagur Egonsson munu taka á móti okkur og fara í gegnum verkefnastjórnun í tveimur deildum hjá þeim. Fjallað verður meðal annars um það hvernig sé að vinna í fjölþjóðlegum teymum, reynsla þeirra og aðferðir sem IT sviðið notar við stjórnun á verkefnum sínum.
Félagarnir eru miklir reynsluboltar og hafa starfað lengi hjá Icelandair, Björgvin er verkefnastjóri, MPM 2009, og hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 2004. Dagur er ‘director management information´ og hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 1996.
Hvetjum mpm árganga til að nýta tækifærið og hittast, fá sér einn öl og fræðast heilan helling ! Happy hour verður á barnum til kl. 19
Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir miðvikudaginn 5. desember, skráning sendist í mpmfelag@mpmfelag.is
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
kveðja
Jólastjórnin