Hádegisfyrirlestur þann 8. nóvember – Sigurjón Þórðarson

Hin hlutverk verkefnastjórans.

 

Fjallað er um þau hlutverk önnur en sérfræðin sem þarf að sinna þegar er  verið að vinna með fólki.

 

Sigurjón er með 7 ára reynslu sem ráðgjafi. Hann er með MBA, kennari, matreiðslumeistari og með eigin rekstur  í ferðaþjónustu í 16 ár, kennsla í grunnskóla 3 ár, fjöldi námskeiða í team building, ráðgjafahæfni, leiðsögn og kennsla í  sjókayakferðum ofl.  

 

Hans sérsvið er hreysti fyrirtækja, liðsheildar og leiðtogaþjálfun, stefnumótun, samskipti, fyrirlestrar, persónuleg hæfni, innleiðing breytinga, tenging gilda við starfsmenn, stjórnun og þjálfun verkefnahópa og viðtöl við stjórnendur og sérfræðinga, stjórnun stórfunda og vinnustofur.

Staðsetning og tími: Háskólinn í Reykjavík, stofa M209, 2.hæð. 12:00-13:00
 
 
Þetta verður eflaust spennandi fyrirlestur og hvetjum við ykkur til að koma í hádeginu. Einnig viljum við benda á fyrirlestur um verkefnastjórnun hjá Icleandair sem verður þann 6. desember .
 
 
Kv. Stjórnin
 

Hádegisfyrirlestur þann 11. október

Hádegiserindi MPM félagsins – Á allra vörum
Hvernig verður verkefni eins og „Á allra vörum“ að veruleika.
Forsvarskonur verkefnisins „Á allra vörum“ þær Gróa
Ásgeirsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir og Guðný
Pálsdóttir munu segja frá undirbúningi, skipulagningu
og framkvæmd þessa mikila verkefnis.
Að framsögu lokinni gefst kostur á spurningum frá
þátttakendum.

Verkefnið „Á allra vörum“ fór af stað árið 2008 með það markmið að styðja við
Krabbameinsfélag Íslands og var söfnunarfé það árið varið til kaupa á tækjum til að
greina brjóstakrabbamein á frumstigi. Verkefnið hefur síðan verið árlegt og í hvert
sinn er valið ákveðið verkefni sem stutt er við, sem þó tengist krabbameini á einhvern
hátt. Átakið 2012 var; Stuðningsmiðstöð fyrir veikustu börnin.

Staðsetning: Þjóðmenningarhús, Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík

Tími: 11. október 2012, kl. 12:00 – 13:00

Verð: 1.200 kr., súpa og brauð er innifalið (greitt á staðnum)

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á
mpmfelag@mpmfelag.is eigi síðar en á hádegi miðvikudagsins 10. október