MPM ráðstefnan – Vor í íslenskri verkefnastjórnun

Útskriftarráðstefna MPM-námsins við Háskólann í Reykjavík verður haldin á Grand hóteli næstkomandi föstudag þann 25. maí og hefjast herlegheitin klukkan 12:30. Um er að ræða 31 fyrirlestur í sex flokkum og þremur straumum.

Rodney Turnar mun opna útskrifarráðstefnu MPM-námsins 2012 með fyrirlestri sem hann nefnir: Being a researcher in project management!
Rodney er aðjúnkt í verkefnastjórnun við Kemmy School of Management, prófesssor á sviði verkefnastjórnunar við Lille Graduate School of Management og við Erasmus University í Rotterdam. Hann starfar einnig sem ráðgjafi á sviði verkefnastjórnunar, hann heldur fyrirlestra víða um heim, og hefur skrifað fjölda bóka og tímaritsgreina um verkefnastjórnun. Rodney er ritstjóri hins virta International Journal of Project Management og hefur verið lykilmaður bresku verkefnastjórnunarfélaginu og Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga um langa hríð.

Látið þetta einstaka tækifæri ekki fram hjá ykkur fara!

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunar er að finna hér!

Velheppnaður aðalfundur

Aðalfundur MPM félagsins fór vel fram síðastliðinn þriðjudag, 22.5.2012 í HR og mættu um 30 manns. Það var frábært að finna að það er kraftur í félaginu og áhugi fyrir því sem það er að gera.

Starkaður Örn Arnarsson, fráfarandi formaður, fór með skýrslu stjórnar. Ársreikningur var lagður fram og sköpuðust þó nokkrar umræður um hann.

Fjórir stjórnarmenn ákváðu að gefa ekki frekar kost á sér og yfirgáfu stjórnina: Starkaður Örn Arnarsson, Margrét Eva Árnadóttir, Svavar Garðar Svavarsson og Hrefna Haraldsdóttir. Var þeim þakkað fyrir góð störf enda miklu áorkað  á þeirra vakt. Einnig ákvað Valgerður Helga Schopka að gefa ekki færi á sér í varamannin aftur. Henni var einnig þakkað fyrir sín störf.

Fjögur framboð til stjórnar komu fram og þar sem fjögur sæti voru laus var ekki þörf á kosningu og því allir frambjóðendur sjálfkjörnir. Starkaður Örn, fráfarandi formaður gaf einn færi á varamanninum og var því sjálfkjörinn.

Nýja stjórn MPM félagsins skipa:
Anna Kristrún Gunnarsdóttir
Dagrún E. Árnadóttir (ný)
Friðleifur Kristjánsson (nýr)
Óskar Friðrik Sigmarsson
Ragnhildur Nielsen (ný)
Sigríður Rósa Magnúsdóttir (ný)
Starkaður Örn Arnarsson (varamaður)

Bragi Rúnar Jónsson var kjörinn skoðunarmaður og varamaður hans verður Sigurður Bjarni Gíslason.

Í lokin var haldin „magnaður“ fyrirlestur um stjórnun sem Frímann Gunnarsson fjölmiðlamaður, hugsuður, kennari, ljóðskáld, mannvinur og síðast en ekki síst, verkefnastjóri hélt fyrir fundarmenn. Það er óhætt að segja að engin mun hafa sömu sýn á stjórnun eftir að hafa fengið að njóta „Master class“ hjá þessum einstaka manni.

Nánari upplýsingar um fundinn og það sem þar fór fram má finna í fundargerð sem hægt er að nálgast hér.

Aðalfundur MPM félagsins

Aðalfundur MPM félagsins verður haldinn þriðjudaginn 22. maí 2012, kl. 17:15-18:15.
Staðsetning: Háskólanum í Reykjavík, stofu M325 (3. hæð), Menntavegi 1, 101 Reykjavík.

Við bjóðum einnig útskriftarhóp MPM 2012 hjartanlega velkominn í félagið og vonum að sem flestir komi til með að taka þátt í starfi félagsins.

Þegar aðalfundarstörfum lýkur mun Frímann Gunnarsson, fjölmiðlamaður, hugsuður, kennari, ljóðskáld, mannvinur og síðast en ekki síst, verkefnastjóri, segja okkur frá eigin reynsluheim og stærstu sigrum á á sviði verkefnastjórnunar. Um er að ræða eins konar „Master class“ í verkefnastjórnun og ættu félagsmenn ekki að láta þetta tækifæri framhjá sér fara!

Boðið verður upp á léttar veitingar og biðjum við félagsmenn því að vinsamlegast tilkynna þátttöku fyrir hádegi 21. maí, með því að senda póst á: mpmfelag@mpmfelag.is

Stjórn félagsins leggur ekki til neinar breytingar á samþykktum.

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar og umræður um hana,
2. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá,
3. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, ef einhverjar verða
4. Kosning stjórnar í samræmi við gildandi samþykktir,
5. Kosning varamanna í stjórn,
6. Kosning skoðunarmanns og varamanns hans,
7. Ákvörðun félagsgjalda,
8. Önnur mál.

Núverandi stjórn félagsins:

Starkaður Örn Arnarson, formaður
Margrét Eva Árnadóttir, ritari
Svavar Garðar Svavarsson, féhirðir
Anna Kristrún Gunnarsdóttir, oddviti fræðslunefndar
Óskar Friðrik Sigmarsson, vefstjóri
Hrefna Haraldsdóttir, meðstjórnandi

Varamaður:
Valgerður Helga Schopka

Ný stjórn:

Starkaður, Margrét, Svavar og Hrefna gefa ekki kost á sér áfram í aðalstjórn en Starkaður hefur setið í stjórn frá upphafi og verið formaður frá 2009 og gefur nú kost á sér í varastjórn. Óskar og Anna Kristrún gefa áfram kost á sér í aðalstjórn.

Starfið er skemmtilegt og spennandi og er félagið í stöðugri sókn eins og starf vetrarins ber með sér, sjá nánar á heimasíðu félagsins og á Facebook hópnum okkar. Skráðir félagar, útskrifaðir 2007 til og með 2012 sem áhuga hafa eru hvattir til að taka þátt í starfinu og gefa kost á sér í stjórn félagsins.

Tillögur óskast sendar stjórninni á tölvupóstfangið: mpmfelag@mpmfelag.is fyrir 21. maí 2012.

Með bestu kveðjum,
f.h. stjórnar,
Starkaður Örn, formaður