Frábærlega velheppnuð MPM ráðstefna

Fimmtudaginn 12. Apríl hélt MPM félagið ráðstefnuna Ný tækifæri á Hótel Natura. Það var góð mæting og mætti fólk úr öllum hornum atvinnulífsins. Annað var ekki að heyra en að ráðstefnugestir væru mjög ánægðir með þennan glæsilega atburð.

Búið er að setja inn myndir á myndasíðu ráðstefnunar sem hægt er nálgast hér.

Einnig er búið að setja inn hluta af slæðum fyrirlesara, sjá hér.

Fræðslunefnd og Stjórn MPM félagsins þakkar fyrir góðar viðtökur og hlakkar til að halda aðra ráðstefnu að ári.

MPM ráðstefna – „Ný tækifæri“

MPM félagið heldur ráðstefnuna Ný tækifæri 12. apríl 2012 á Hótel Natura, 8:30-12:00.

Dagskráin er stórglæsileg eins og sjá má hér að neðan.

08:30-08:45 Skráning og mæting
08:45-08:55 Setning ráðstefnu – Starkaður Örn Arnarson, formaður MPM félagsins
09:00-09:40 Effective communication in projects
Key Note Speaker – Bob Dignen, York Associates
09:40-10:00 Morgunverðarhlaðborð
Ný verkefni Ánægja starfsmanna og viðskiptavina – áhrif á forystu og tækifæri fyrirtækja
10:00-10:35 Verkefnastjórnun á íslenskum jökli með erlendum stórstjörnum: Game of Thrones verkefnið hjá Pegasus
Lilja Ósk Snorradóttir, Pegasus
Gámafjölskyldan
Helga Fjóla Sæmundsdóttir, Íslenska Gámafélagið
10:40-11:15 Ný tækifæri í matvælaframleiðslu til útflutnings
Stefanía Katrín Karlsdóttir, Íslensk Matorka
Þróun í mælingum á ánægju viðskiptavina
Páll Ásgeir Guðmundsson, Capacent
11:15-11:25 Kaffihlé Kaffihlé
11:25-12:00 Vision driven project management
Mats Rosenkvist, Infomentor
Forysta í verkefnum nýrra tíma
Guðrún Högnadóttir, Opni háskólinn í HR

 

Frekari upplýsingar um ráðstefnu.

Opnað hefur verið fyrir skráningu og hvetur MPM félagið alla til að taka daginn frá og skrá ykkur á þessa spennandi ráðstefnu!

Verð fyrir félagsmenn MPM félagsins eða Stjórnvísi: kr. 4.500
Almennt verð/utanfélagsmenn: kr. 5.900
Verð fyrir nema (m/skólaskírteini): kr. 3.000

Kveðja,
Stjórnin