Hvernig skapar þú aukið virði í samningaviðræðum?

Markvissar samningaviðræður

MPM félagið kynnir í samstarfi við Háskólann í Reykjavík spennandi hádegiserindi föstudaginn 2. mars.

Benjamin F. Lund

Benjamin F. Lund

Færni í samningaviðræðum er mikilvægur þáttur til að ná árangri bæði sem tól á sviði þekkingarstjórnunar og fyrir fyrirtæki eða stofnun. Ekki er lengur nóg að ná árangri með „hetjudáð“ fárra einstaklinga. Er þinn vinnustaður með öll þau tól, tæki og aðferðir sem þarf til að ná hámarksárangri með samningaviðræðum?

Benjamin F. Lund er sérfræðingur á sviði samningatækni og hefur meira en 16 ára reynslu af samningaviðræðum og reynslu á sviði stjórnunar. Hann starfar sem Senior Negotiation Adviser hjá Core Competency Negotiation ApS í Kaupmannahöfn og heldur nú erindi á vegum MPM félagsins í samstarfi við Háskólann í Reykjavík

Benjamin og fyrirtæki hans hefur starfað með alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Carlsberg Group, Flügger, Statoil, Danfoss og fleirum sem ráðgjafi í ólíkum tegundum af samningaviðræðum tengdum útboðum, innkaupum, rammasamningum ofl.
Nú starfar hann við samningaviðræður, þjálfun, ráðgjöf og framkvæmd stefnu á sviði samningatækni fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Staður: Háskólinn í Reykjavík, stofa V101.
Tími: Föstudaginn 2. mars 2012, kl.: 12:00 – 13:00.
Ath: Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Fyrirlesturinn er gjaldfrjáls í boði MPM félagsins og haldinn í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 16:00, fimmtudaginn 1. mars 2012 með því að senda póst á mpmfelag@mpmfelag.is

Háskóladagurinn 18. febrúar

Þann 18. febrúar næstkomandi verður haldinn hinn árlegi Háskóladagur fyrir þá sem eru að huga að háskólanámi, hvort sem það er grunnnám eða meistaranám. Forstöðumenn MPM námsins verða með bás í HR milli 12:00 og 16:00 í Sólinni (miðjurými HR) þar sem svarað verður spurningum.

Milli 13:00-14:00 verður MPM félagið einnig á staðnum og kynnir starfsemi félagsins.

MPM félagið hvetur þá sem hafa áhuga að láta sjá sig.

Vel heppnað hádegiserindi með Yrsu Sigurðardóttur

Miðvikudaginn 8. febrúar, hélt Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur hádegiserindi á Nauthóli í Nauthólsvík. Það var afar góð mæting og mættu um 40 manns. Fór Yrsa vítt og breytt yfir aðferðir sínar við að skrifa skáldsögur, til að mynda hvernig hún skipuleggur sig, hvar hún sækir hugmyndir, markaðsetningu og fleira. Í lokin las hún upp úr draugasögu/spennusögu sinni Ég man þig, sem fékk hárin á mörgum til að rísa. Almenn ánægja var með Erindi Yrsu enda vel heppnað í alla staði.

Þess skal getið að maturinn var góður og salurinn á Nauthóli snyrtilegur og til fyrirmyndar.

Takk fyrir okkur!

Uppfært: 15.2.2012

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á erindinu.

Yrsa Sigurðardóttir – Að skrifa metsölubók

Miðvikudaginn 8. febrúar mun Yrsa Sigurðardóttir flytja hádegiserindi á vegum MPM félagsins.

Yrsa Sigurðardóttir

Yrsa Sigurðardóttir

Mun Yrsa greina frá þeim aðferðum sem hún beitir við ritstörf sín – uppbyggingu sögupersóna, söguþráðar, val á sögusviði og annað sem skiptir máli þegar smíða skal spennandi bók sem heldur lesandanum við efnið. Einnig fer hún yfir hvaða hindranir þarf helst að yfirstíga þegar skrifað er í hjáverkum og áhugamálið verður sífellt þurftarfrekara með aukinni velgengni. Að tölu lokinni gefst áheyrendum kostur á að spyrja hana spjörunum úr.

Yrsa hefur alls skrifað tólf bækur: fimm barnabækur, sex glæpasögur og eina hryllingssögu. Hún er handhafi Ibbý verðlauna fyrir „Við viljum jólin í júli“, Íslensku barnabókaverðlaunanna fyrir „Biobörn“, Tindabykkjunnar í tvígang, fyrir „Ég man þig“ og „Brakið“ og loks Blóðdropans fyrir „Ég man þig“ sem keppir um norrænu glæpasagnaverðlaunin í ár. Yrsa er ennfremur sviðsstjóri hjá Verkís og starfar nú sem aðstoðarverkefnisstjóri í sameiginlegu teymi Mannvits og Verkís sem undirbýr nú jarðvarmavirkjanir á Norðausturlandi fyrir Landsvirkjun.

Staðsetning: Nauthóll, Nauthólsvegi 106, Reykjavík
Tími: 8. febrúar 2012, kl. 11:45 – 13:00
Verð: 2.500 kr., réttur dagsins, kaffi og súkkulaðiskel er innifalið (greitt á staðnum)

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á mpmfelag@mpmfelag.is eigi síðar en á hádegi mánudaginn 6. febrúar.

Við vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórnin.