PMM – Project Management in Marel

Hvaða tæki og tól verkefnastjórnunar henta best við að drífa verkefni Marels áfram? Fimmtudaginn 26. janúar næstkomandi heimsækir MPM félagið Marel.

Steinunn Linda Jónsdóttir

Steinunn Linda Jónsdóttir

Valgarð Thoroddsen

Valgarð Thoroddsen

Hvað gerist áður en verkefnin koma inná borð verkefnastjórans og hvað þarf hann að gera til að starta verkefnunum? Steinunn Linda Jónsdóttir og Valgarð Thoroddsen verkefnastjórar og „MPM–arar“ bjóða félagsmönnum að heimsækja Marel og fræðast um störf þeirra hjá fyrirtækinu.

MAREL er fjölþjóðlegt fyrirtæki með starfsmenn um allan heim og farið verður yfir helstu viðfangsefni og áskoranir verkefnastjóranna hjá fyrirtækinu. Hvernig takast þeir á við menningarmun og fjarlægðir á milli starfsmanna í verkefnum sínum. Lagt verður frá reynslusögum frá framandi löndum og komið inná tilraunir sem þau eru að gera með nýjar nálganir í verkefnastjórnun.

Staðsetning: Marel, Austurhrauni 9, Garðabæ.
Tími: 26. janúar 2012, kl.: 12:00 – 13:00.

Boðið verður uppá léttar veitingar á meðan á kynningu stendur.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á mpmfelag@mpmfelag.is eigi síðar en á hádegi miðvikudaginn 25. janúar.

Marel