The Changing Role of Team Leadership in Today’s Project Environment

Fyrirlesturinn er í boði MPM námsins við HR og Stjórnvísindastofu í verkfræði við Verkfræðistofnun Háskóla Íslands og er haldinn í samstarfi við MPM félagið, Verkefnastjórnunarfélag Íslands og Dokkuna. Í fyrirlestrinum mun Dr. Hans Thamhain fjalla um breytt hlutverk leiðtoga í verkefnaumhverfi nútímans. Fyrirlesturinn verður haldinn í hádeginu 7. desember í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1.

Til að ná árangri í hinu hraða viðskiptaumhverfi samtímans þurfa verkefnastjórar oft að nýta sér óhefðubundnar aðferðir og tæki. Skilvirk forysta í verkefnum felur meira í sér en það eitt að deila verkum, hún snýst ekki síður um að byggja upp tengslanet sem ganga þvert á stjórnskipulag og spanna skipuheildir með ólíka menningu og hlutverk, m.a. birgja, viðskiptavini og samstarfsfyrirtæki. Í erindinu er rakin reynsla af forystu í meira en 100 alþjóðlegum verkefnateymum. Fjallað verður um hindranir og hvata árangurs, lykilárangursþætti og það umhverfi sem örvar og hvetur árangur í flóknum tæknilegum verkefnadrifum skipuheildum. Settar eru fram tillögur um hvernig auka megi styrk samstarfs yfir deildarmúra, hvernig auka megi skuldbindingu og hvernig hægt er að byggja upp og viðhalda skilvirkum verkefnateymum í flóknu og kviku umhverfi.

Dr. Hans J. Thamhain
Dr. Hans J. Thamhain

Dr. Hans Thamhain sérhæfir sig í verkefnastjórnun í tæknifyrirtækjum þar sem áhersla er lögð á rannsókna- og þróunarstarf. Hann er prófessor í stjórnun við Bentley University í Boston /Waltham. Hann hefur áratuga stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu þar sem hann hefur unnið með fyrirtækjum á borð við GTE/Verizon, General Electric og ITT.

Heimsókn stjórnar til 1. árs nema MPM

Þann 18. nóvember heimsótti stjórn MPM félagsins 1. árs nema MPM námsins í HR. Starkaður Örn, formaður félagsins ásamt Önnu Kristrúnu og Margrét Evu hittu nemendur og kynntu félagið og áherslur þess. Heimsóknin þótti heppnast vel og er ljóst að þessar heimsóknir eru félaginu mikilvægar.

Það sköpuðust skemmtilegar umræður um starfsemi félagsins, aðild, þáttöku nemenda í viðburðum félagsins, sameiginlega hagsmuni, greinarskrif nemenda o.s.fr.