Fyrirtækjaheimsókn til Íslenska gámafélagsins

Hvernig má skapa góðan vinnustað?

Miðvikudaginn 2. nóvember næstkomandi heimsækir MPM félagið Íslenska gámafélagið.

Helga Fjóla Sæmundsdóttir framkvæmdastjóri starfsmannasviðs fjallar um mannauðsstefnu fyrirtækisins og svör starfsmanna við spurningunni,, af hverju er Íslenska Gámafélagið fyrirtæki ársins 2 ár í röð?” Einnig verður umfjöllun um Fiskinn (Fish Philosophy) og hvernig sú speki er nýtt hjá fyrirtækinu.

Helga Fjóla Sæmundsdóttir
Helga Fjóla Sæmundsdóttir

ÍSLENSKA GÁMAFÉLAGIÐ er fyrirtæki ársins 2011 samkvæmt könnun VR. Þetta er annað árið í röð sem Íslenska gámafélagið er tilnefnt Fyrirtæki ársins. Íslenska Gámafélagið leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heildarlausn á sviði umhverfisþjónustu. Það getur verið allt frá því að bjóða uppá ráðgjöf á sviði flokkunar og endurvinnslu, losun úrgangs, götusópun, snjómokstur, sláttur ásamt því að reka öflugustu véla- og tækjaleigu landsins. Íslenska gámafélagið ehf., var stofnað 1999. Tilgangurinn með stofnun fyrirtækisins var að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu. Hjá Íslenska Gámafélaginu starfa 240 manns víða um land.

Staðsetning: Íslenska gámafélagið, Gufunesvegi, 112 Reykjavík
Tími: 2. nóvember 2011, kl.: 17:00
Boðið verður upp á léttar veitingar

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á mpmfelag@gmail.com eigi síðar en á hádegi þriðjudaginn 1. nóvember.