Ráðstefna þann 10. apríl – takið daginn frá

DRÖG að dagskrá fyrir ráðstefnuna okkar 10. apríl 2014 á Nauthóli er að smella saman og lítur glimrandi vel út. Ekki þverfótandi fyrir áhugaverðum fyrirtækjum og fyrirlesurum :

Morgunverður : 8:00 – 8:30

8:30 – 8:45 Setning ráðstefnu, formaður MPM félagsins
8:45 – 9:00 Inngangur – Dr. Hilmar Janusson, forseti tækni- og verkfræðideildar HÍ
9:00 – 9:40 Nýsköpunarsjóður – Helga Valfells framkvæmdastjóri
9:40 – 10:20 Meniga – Áslaug S. Hafsteinsdóttir verkefnastjóri
10:20 – 10:40 Kaffi
10:40 – 11:20 Truenorth – Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri
11:20 – 12:00 Alvogen – Guðmundur Örn Óskarsson CIO
12:00 – 12:20 Lokahvatning – Heiða Kristín framkvæmdastjóri Besta flokksins
12:20 – 12:30 Ráðstefnuslit, formaður MPM

Ráðstefnustjóri : Tinna Lind Gunnarsdóttir leikari og MPM

Verð og skráningarupplýsingar koma þann 27. mars.

Vorráðstefna MPM Félagsins og Stjórnvísi

RAUÐI ÞRÁÐUR VERKEFNASTJÓRNUNAR

MPM félagið í samvinnu við faghóp Stjórnvísi í Verkefnastjórnun, heldur ráðstefnuna Rauði þráður verkefnastjórnunar þann 11. apríl 2013 á Nauthól.

Opnað hefur verið fyrir skráningu og hvetur MPM félagið ykkur til að taka daginn frá og skrá ykkur á þessa spennandi ráðstefnu! Takmarkað sætaframboð.

Frekari upplýsingar um fyrirlestra.

08:00-08:30 Morgunmatur og mæting
08:30-08:40 Setning ráðstefnu – Ragnhildur Nielsen, formaður MPM félagsins
08:45-09:00 Inngangur
Helgi Þór Ingason PhD, forstöðumaður MPM námsins
09:00-09:40 Val verkefna: Innleiðing verkefnaskrár í ferlamiðað fyrirtæki
María Ósk Kristmundsdóttir, MPM 2010, Alcoa Fjarðarál
09:40-10:20 Verkáætlun: Áætlanagerð verkefna: hversu lítið er mátulega mikið?
Þór Hauksson, MPM 2012, Landsbankinn
10:20-10:40 Kaffihlé
10:40-11:20 Framkvæmd verkefna: Iceland Airwaves í framkvæmd
Grímur Atlason framkvæmdastjóri Iceland airwaves
11:20-12:00 Lærdómur verkefna: Effective and sustainable project delivery and key lessons learned in the context of a CI journey
Ýr Gunnarsdóttir, OE/CI Process Leadership at Shell International
12:00-12:30 Hópdynamik: Kraftar í hópum, dýrð og dásemd eða kvöl og pína?
Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur
12:30-12:35 Ráðstefnulok – Formaður MPM

Ráðstefnustjóri: Óskar Friðrik Sigmarsson, verkefnastjóri hjá Vátryggingafélagi Íslands, MPM 2009.

Þátttökugjald er 5.900 kr. og er morgunverður er innifalinn.
Skráðir félagar MPM félagsins, Stjórnvísi og nemar í MPM námi við HR greiða ekki þátttökugjald.

Skráið ykkur hér.

Sérstakar þakkir fá forstöðumenn MPM námsins og RioTInto Alcan fyrir að styrkja ráðstefnuna og þar með þekkingardreifingu á verkefnastjórnun.

 

MPM ráðstefnan – Vor í íslenskri verkefnastjórnun

Útskriftarráðstefna MPM-námsins við Háskólann í Reykjavík verður haldin á Grand hóteli næstkomandi föstudag þann 25. maí og hefjast herlegheitin klukkan 12:30. Um er að ræða 31 fyrirlestur í sex flokkum og þremur straumum.

Rodney Turnar mun opna útskrifarráðstefnu MPM-námsins 2012 með fyrirlestri sem hann nefnir: Being a researcher in project management!
Rodney er aðjúnkt í verkefnastjórnun við Kemmy School of Management, prófesssor á sviði verkefnastjórnunar við Lille Graduate School of Management og við Erasmus University í Rotterdam. Hann starfar einnig sem ráðgjafi á sviði verkefnastjórnunar, hann heldur fyrirlestra víða um heim, og hefur skrifað fjölda bóka og tímaritsgreina um verkefnastjórnun. Rodney er ritstjóri hins virta International Journal of Project Management og hefur verið lykilmaður bresku verkefnastjórnunarfélaginu og Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga um langa hríð.

Látið þetta einstaka tækifæri ekki fram hjá ykkur fara!

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunar er að finna hér!

Frábærlega velheppnuð MPM ráðstefna

Fimmtudaginn 12. Apríl hélt MPM félagið ráðstefnuna Ný tækifæri á Hótel Natura. Það var góð mæting og mætti fólk úr öllum hornum atvinnulífsins. Annað var ekki að heyra en að ráðstefnugestir væru mjög ánægðir með þennan glæsilega atburð.

Búið er að setja inn myndir á myndasíðu ráðstefnunar sem hægt er nálgast hér.

Einnig er búið að setja inn hluta af slæðum fyrirlesara, sjá hér.

Fræðslunefnd og Stjórn MPM félagsins þakkar fyrir góðar viðtökur og hlakkar til að halda aðra ráðstefnu að ári.

MPM ráðstefna – „Ný tækifæri“

MPM félagið heldur ráðstefnuna Ný tækifæri 12. apríl 2012 á Hótel Natura, 8:30-12:00.

Dagskráin er stórglæsileg eins og sjá má hér að neðan.

08:30-08:45 Skráning og mæting
08:45-08:55 Setning ráðstefnu – Starkaður Örn Arnarson, formaður MPM félagsins
09:00-09:40 Effective communication in projects
Key Note Speaker – Bob Dignen, York Associates
09:40-10:00 Morgunverðarhlaðborð
Ný verkefni Ánægja starfsmanna og viðskiptavina – áhrif á forystu og tækifæri fyrirtækja
10:00-10:35 Verkefnastjórnun á íslenskum jökli með erlendum stórstjörnum: Game of Thrones verkefnið hjá Pegasus
Lilja Ósk Snorradóttir, Pegasus
Gámafjölskyldan
Helga Fjóla Sæmundsdóttir, Íslenska Gámafélagið
10:40-11:15 Ný tækifæri í matvælaframleiðslu til útflutnings
Stefanía Katrín Karlsdóttir, Íslensk Matorka
Þróun í mælingum á ánægju viðskiptavina
Páll Ásgeir Guðmundsson, Capacent
11:15-11:25 Kaffihlé Kaffihlé
11:25-12:00 Vision driven project management
Mats Rosenkvist, Infomentor
Forysta í verkefnum nýrra tíma
Guðrún Högnadóttir, Opni háskólinn í HR

 

Frekari upplýsingar um ráðstefnu.

Opnað hefur verið fyrir skráningu og hvetur MPM félagið alla til að taka daginn frá og skrá ykkur á þessa spennandi ráðstefnu!

Verð fyrir félagsmenn MPM félagsins eða Stjórnvísi: kr. 4.500
Almennt verð/utanfélagsmenn: kr. 5.900
Verð fyrir nema (m/skólaskírteini): kr. 3.000

Kveðja,
Stjórnin