Hvernig innleiðum við LEAN og 4DX

Fyrirtækjakynning hjá Ölgerðinni 5. febrúar kl. 16:00

Á fundinum mun Óskar Ingi  leiða okkur í gegnum sannleikan á innleiðingu Lean og 4DX hjá Ölgerðinni.

Framsögumaður

Óskar Ingi Magnússon, sérfræðingur

Óskar hefur starfað hjá Ölgerðinni í um eitt og hálft ár sem sérfræðingur á vörustjórnunarsviði. Hans hlutverk er að sjá um greiningar fyrir vörustjórnunar og tæknisvið ásamt því að verkstýra stórum umbótaverkefnum. Hann er með MS próf í verkfræði frá Columbia University.

Fundarstaður

Ölgerðin, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík

Skráðu þig hér

Hádegisfyrirlestur þann 8. nóvember – Sigurjón Þórðarson

Hin hlutverk verkefnastjórans.

 

Fjallað er um þau hlutverk önnur en sérfræðin sem þarf að sinna þegar er  verið að vinna með fólki.

 

Sigurjón er með 7 ára reynslu sem ráðgjafi. Hann er með MBA, kennari, matreiðslumeistari og með eigin rekstur  í ferðaþjónustu í 16 ár, kennsla í grunnskóla 3 ár, fjöldi námskeiða í team building, ráðgjafahæfni, leiðsögn og kennsla í  sjókayakferðum ofl.  

 

Hans sérsvið er hreysti fyrirtækja, liðsheildar og leiðtogaþjálfun, stefnumótun, samskipti, fyrirlestrar, persónuleg hæfni, innleiðing breytinga, tenging gilda við starfsmenn, stjórnun og þjálfun verkefnahópa og viðtöl við stjórnendur og sérfræðinga, stjórnun stórfunda og vinnustofur.

Staðsetning og tími: Háskólinn í Reykjavík, stofa M209, 2.hæð. 12:00-13:00
 
 
Þetta verður eflaust spennandi fyrirlestur og hvetjum við ykkur til að koma í hádeginu. Einnig viljum við benda á fyrirlestur um verkefnastjórnun hjá Icleandair sem verður þann 6. desember .
 
 
Kv. Stjórnin
 

Hádegisfyrirlestur

MPM námið við HR og MPM félagið verða með hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 19. september.

Robert Dell prófessor við Cooper Union háskólann í New York mun vera með spennandi fyrirlestur sem nefnist:

Beyond the Box

- A systematic approach to solving great problems with simple and elegant solutions

Fyrirlesturinn verður í Háskóla Reykjavíkur, nánari upplýsingar koma síðar.

ISAL – straumlínurekstur og stöðugar umbætur

Þriðjudaginn 3. apríl næstkomandi heimsækir MPM félagið Rio Tinto Alcan

Sigurður Egill Þorvaldsson, leiðtogi straumlínureksturs, mun fjalla um innleiðingu LEAN aðferðafræðinnar og áhrif hennar á daglegan rekstur.

Anna María Guðmundsdóttir, leiðtogi innkaupa í þróunarverkefni ISAL, mun segja frá umfangsmiklu umbótaverkefni sem nú er í gangi í álverinu í Straumsvík. Verkefnið gengur út á að auka framleiðslu álversins um 20% og að breyta framleiðsluafurð álversins í verðmætari afurð.

ISAL hefur fyrst fyrirtækja á Íslandi skipulagt og hrint í framkvæmd markvissri þjálfun fyrir starfsmenn sína í Lean Six Sigma, aðferðafræði sem er að festast í sessi víða erlendis og á að tryggja stöðugar umbætur á verkferlum og aðferðum í hvers kyns fyrirtækjum. Starfsmenn sem ljúka Black Belt þjálfun í aðferðafræðinni munu framvegis sinna umbótaverkefnum í fullu starfi og starfsmenn sem hljóta Green Belt þjálfun munu framvegis vinna að umbótaverkefnum samhliða starfi sínu.

ISAL er með vottuð gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt alþjóðlegu stöðlunum ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001. Markvissar stöðugar umbætur eru jafnframt ein af meginstoðum fyrirtækisins, auk þess sem unnið er að því að innleiða aðferðafræði straumlínurekstrar.

Staður: Alcan Straumsvík, Hafnarfirði
Tími: Þriðjudaginn 3. apríl, kl. 8:15.

Boðið verður uppá léttar veitingar á meðan á kynningu stendur.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 12:00, mánudaginn 2.apríl 2012 með því að senda póst á mpmfelag@mpmfelag.is

 

Yfirlit yfir viðburðaríkt starfsár

MPM félagið hefur staðið að spennandi viðburðum á starfsárinu og lofar áframhaldandi fræðsludagskrá sem enginn skal láta fram hjá sér fara.

Á haustmánuðum 2011 hóf Steinunn I. Stefánsdóttur M.Sc í viðskiptasálfræði, fræðsludagskrána og flutti við góðar undirtektir hádegisfyrirlesturinn Samskiptasnilld. Erindið snéri að mannlegu þáttum verkefnastjórnunar og fór Steinunn í saumana á samskiptaformum stjórnenda og starfsmanna.

Íslenskir fjallaleiðsögumenn með Ívari F. Finnbogasyni í fararbroddi stóðu í október fyrir ævintýralegum hádegisfyrirlestri þar sem kynnt var verðlaunað þjálfunarkerfi fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir störf sín og var áhugavert að heyra frá störfum þeirra.

Í lok nóvember flutti DR. Hans Thamhain vel sótt erindi um hlutverk leiðtoga í verkefnaumhverfi nútímans. Dr. Hans fjallaði þar um verkefnastjórann og hvernig hann næði árangri með óhefðbundnum aðferðum og tækjum og má ætla að margir hafi geta nýtt sér reynslu þessa meistara.

Nýja árið tók á móti okkur með fyrirtækjaheimsókn í Marel . Þar var boðið uppá hádegisverð á meðan verkefnastjórarnir Valgarð Thoroddsen og Steinunn Linda Jónsdóttir sögðu félagsmönnum frá störfum þeirra hjá fyrirtækinu. Heimsóknin var skemmtileg og alltaf lærdómsríkt að kynna sér hvernig verkefnastjórar takast á við ýmiss konar áskoranir.

Drottning spennusagnanna, Yrsa Sigurðardóttir flutti áhugavert hádegiserindi á dögunum þar sem hún sagði MPM félögum frá þeim aðferðum sem hún beitir við ritstörf sín.

Að lokum hélt Benjamin F. Lund lifandi fyrirlestur nú í byrjun mars mánaðar um samningaviðræður. Mikil ánægja var með erindið sem um 60 manns hlýddi á og hvetjum við ykkur kæru félagsmenn til að fylgjast með því við í stjórn MPM félagsins lofum spennandi fræðsludagskrá það sem eftir er starfsársins.

Kveðja,
Fræðslunefnd MPM félagsins

Annar vel heppnaður viðburður hjá MPM félaginu!

Föstudaginn 2. mars hélt Benjamin F. Lund fyrirlestur fyrir MPM félaga og fleiri um samningaviðræður. Fyrirlesturinn var mjög lifandi og skemmtilegur.

Benjamin ræddi um samningaviðræður, hvernig best er að undirbúa þær og að flestir væru í samningaviðræðum á hverjum degi, t.d. við börnin sín og maka, við samstarfsfélaga. Benjamin ræddi einnig áhættur í samningaviðræðum og hvernig hægt er að meta þær. Hann benti á að menning spilar stórt hlutverk í samningaviðræðum og kynnti módel sem hægt er að styðjast við varðandi menningu og persónueinkenni fólks. Um 60 manns mættu á fyrirlesturinn og tóku flestir virkan þátt í fyrirlestrinum með spurningum og hugmyndum. Almenn ánægja var með viðburðinn og við þökkum Benjamin kærlega fyrir að koma til okkar.

Við þökkum Auði Hrefnu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra MPM námsins hjá HR, fyrir veitta aðstoð við fyrirlesturinn. Hún sá um að finna fyrir okkur flottan sal í HR og sá til þess að allt væri til staðar fyrir Benjamin.

Takk fyrir okkur!

Hér eru nokkrar myndir:

Hvernig skapar þú aukið virði í samningaviðræðum?

Markvissar samningaviðræður

MPM félagið kynnir í samstarfi við Háskólann í Reykjavík spennandi hádegiserindi föstudaginn 2. mars.

Benjamin F. Lund

Benjamin F. Lund

Færni í samningaviðræðum er mikilvægur þáttur til að ná árangri bæði sem tól á sviði þekkingarstjórnunar og fyrir fyrirtæki eða stofnun. Ekki er lengur nóg að ná árangri með „hetjudáð“ fárra einstaklinga. Er þinn vinnustaður með öll þau tól, tæki og aðferðir sem þarf til að ná hámarksárangri með samningaviðræðum?

Benjamin F. Lund er sérfræðingur á sviði samningatækni og hefur meira en 16 ára reynslu af samningaviðræðum og reynslu á sviði stjórnunar. Hann starfar sem Senior Negotiation Adviser hjá Core Competency Negotiation ApS í Kaupmannahöfn og heldur nú erindi á vegum MPM félagsins í samstarfi við Háskólann í Reykjavík

Benjamin og fyrirtæki hans hefur starfað með alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Carlsberg Group, Flügger, Statoil, Danfoss og fleirum sem ráðgjafi í ólíkum tegundum af samningaviðræðum tengdum útboðum, innkaupum, rammasamningum ofl.
Nú starfar hann við samningaviðræður, þjálfun, ráðgjöf og framkvæmd stefnu á sviði samningatækni fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Staður: Háskólinn í Reykjavík, stofa V101.
Tími: Föstudaginn 2. mars 2012, kl.: 12:00 – 13:00.
Ath: Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Fyrirlesturinn er gjaldfrjáls í boði MPM félagsins og haldinn í samstarfi við Háskólann í Reykjavík.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl. 16:00, fimmtudaginn 1. mars 2012 með því að senda póst á mpmfelag@mpmfelag.is

Háskóladagurinn 18. febrúar

Þann 18. febrúar næstkomandi verður haldinn hinn árlegi Háskóladagur fyrir þá sem eru að huga að háskólanámi, hvort sem það er grunnnám eða meistaranám. Forstöðumenn MPM námsins verða með bás í HR milli 12:00 og 16:00 í Sólinni (miðjurými HR) þar sem svarað verður spurningum.

Milli 13:00-14:00 verður MPM félagið einnig á staðnum og kynnir starfsemi félagsins.

MPM félagið hvetur þá sem hafa áhuga að láta sjá sig.

Vel heppnað hádegiserindi með Yrsu Sigurðardóttur

Miðvikudaginn 8. febrúar, hélt Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur hádegiserindi á Nauthóli í Nauthólsvík. Það var afar góð mæting og mættu um 40 manns. Fór Yrsa vítt og breytt yfir aðferðir sínar við að skrifa skáldsögur, til að mynda hvernig hún skipuleggur sig, hvar hún sækir hugmyndir, markaðsetningu og fleira. Í lokin las hún upp úr draugasögu/spennusögu sinni Ég man þig, sem fékk hárin á mörgum til að rísa. Almenn ánægja var með Erindi Yrsu enda vel heppnað í alla staði.

Þess skal getið að maturinn var góður og salurinn á Nauthóli snyrtilegur og til fyrirmyndar.

Takk fyrir okkur!

Uppfært: 15.2.2012

Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru á erindinu.

Yrsa Sigurðardóttir – Að skrifa metsölubók

Miðvikudaginn 8. febrúar mun Yrsa Sigurðardóttir flytja hádegiserindi á vegum MPM félagsins.

Yrsa Sigurðardóttir

Yrsa Sigurðardóttir

Mun Yrsa greina frá þeim aðferðum sem hún beitir við ritstörf sín – uppbyggingu sögupersóna, söguþráðar, val á sögusviði og annað sem skiptir máli þegar smíða skal spennandi bók sem heldur lesandanum við efnið. Einnig fer hún yfir hvaða hindranir þarf helst að yfirstíga þegar skrifað er í hjáverkum og áhugamálið verður sífellt þurftarfrekara með aukinni velgengni. Að tölu lokinni gefst áheyrendum kostur á að spyrja hana spjörunum úr.

Yrsa hefur alls skrifað tólf bækur: fimm barnabækur, sex glæpasögur og eina hryllingssögu. Hún er handhafi Ibbý verðlauna fyrir „Við viljum jólin í júli“, Íslensku barnabókaverðlaunanna fyrir „Biobörn“, Tindabykkjunnar í tvígang, fyrir „Ég man þig“ og „Brakið“ og loks Blóðdropans fyrir „Ég man þig“ sem keppir um norrænu glæpasagnaverðlaunin í ár. Yrsa er ennfremur sviðsstjóri hjá Verkís og starfar nú sem aðstoðarverkefnisstjóri í sameiginlegu teymi Mannvits og Verkís sem undirbýr nú jarðvarmavirkjanir á Norðausturlandi fyrir Landsvirkjun.

Staðsetning: Nauthóll, Nauthólsvegi 106, Reykjavík
Tími: 8. febrúar 2012, kl. 11:45 – 13:00
Verð: 2.500 kr., réttur dagsins, kaffi og súkkulaðiskel er innifalið (greitt á staðnum)

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á mpmfelag@mpmfelag.is eigi síðar en á hádegi mánudaginn 6. febrúar.

Við vonumst til að sjá sem flesta.

Stjórnin.