Vorráðstefna MPM félagsins 10. apríl 2014 – skráning hafin

MPM félagið í samvinnu við Verkefnastjórnunarfélag Íslands og MPM námið, heldur ráðstefnuna VERKEFNASTJÓRNUN Í HRÖÐUM VEXTI þann 10. apríl 2014 á Nauthól.

Opnað hefur verið fyrir skráningu og hvetur MPM félagið ykkur til að taka daginn frá og skrá ykkur á þessa áhugaverðu ráðstefnu!
Takmarkað sætaframboð.

Dagskrá :

08:00-08:30 Morgunmatur og skráning
08:30-08:40 Setning ráðstefnu – Ragnhildur Nielsen, formaður MPM félagsins
08:45-09:00 Inngangur
Dr. Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði og raunvísindasviðs Háskóla Íslands
09:00-09:40 Margir boltar á lofti : Verkefnastjórnun í sprotafyrirtækjum.
Hekla Arnardóttir fjárfestingarstjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins
09:40-10:20 Skiptir verkefnastjórnun máli ? : Verkefnastjórnun í innleiðingarverkefnum og lærdómur í gegnum hraðan vöxt í alþjóðlegu umhverfi.
Áslaug S. Hafsteinsdóttir verkefnastjóri hjá Meniga
10:20-10:40 Kaffihlé
10:40-11:20 Formfesta í sveigjanleikanum : Áskoranir í verkefnum Truenorth og þættir sem hafa áhrif á velgengni þeirra.
Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri Truenorth
11:20-12:00 Augun á áhrifunum : Flókin viðfangsefni í alþjóðlegri starfssemi kalla á öfluga verkefnastjórnun.
Guðmundur Örn Óskarsson, CIO Alvogen
12:00-12:15 Lokahugleiðing : allir eru glaðir og allir eru að tala um…
Heiða Kristín stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og framkvæmdastjóri Besta flokksins
12:15-12:20 Ráðstefnulok – Formaður MPM

Ráðstefnustjóri : Tinna Lind Gunnarsdóttir leikari og MPM

Skráðir félagar MPM félagsins og nemar í MPM námi við HR greiða ekkert þátttökugjald. Félagar í Verkefnastjórnunarfélagi Íslands greiða 3.000,-. Aðrir greiða 6.500,-.

Skráning á ráðstefnu fer fram hér.
Félagar í VSF skrá sig á heimasíðu Verkefnastjórnunarfélagsins, sjá hér.

Ný stjórn MPM félagsins kosin á aðalfundi 28.5.2013.

Aðalfundur MPM félagsins fór fram 28.5.2013 í HR og mættu 12 manns.

Ragnhildur Nielsen fór með skýrslu stjórnar og Óskar Friðrik Sigmarsson, fráfarandi féhirðir lagði ársreikning fram.

Tveir stjórnarmeðlimir gáfu ekki kost á sér til frekari setu, Óskar Friðrik Sigmarsson og Anna Kristrún Gunnarsdóttir.  Tveir gáfu kost á sér og því ekki þörf að kjósa um nýja stjórn.

Ný stjórn fyrir starfsárið 2013 – 2014 skipa :
Dagrún Árnadóttir
Einar Pétur Heiðarsson (nýr)
Friðleifur Kristjánsson
Jónína Björk Erlingsdóttir (ný)
Ragnhildur Nielsen
Sigríður Rósa Magnúsdóttir

Einn gaf kost á sér sem varamaður í stjórn, Magnús Ágúst Skúlason og var hann sjálfkjörinn.

Bragi Rúnar Jónsson var kjörinn skoðunarmaður og varamaður hans sjálfkjörin Ingibjörg E. Garðarsdóttir.

Í lokin var boðið upp á léttar veitingar.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér í fundargerð.

Ný stjórn þakkar Óskari og Önnu kærlega fyrir stjórnarsetu þeirra í félaginu og öflugt framlag. Óskar sat í tvö ár í stjórn og Anna í þrjú.  Húrra !