Lean ráðstefna 21. maí

Sælir félagar

Okkur langar að benda á spennandi ráðstefnu sem er framundan hjá Lean Ísland!

 

Lean Ísland er fyrir alla sem vilja ná meiri árangri í sínum fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki og stofnanir í mörgum atvinnugreinum bæði þjónustu og framleiðslu eru byrjuð að nýta sér Lean stjórnun og hugsun. Með áherslum sínum á virði fyrir viðskiptavini og umbótamenningu er Lean stjórnun að fá verðskuldaða athygli um heim allan. Ráðstefnan hentar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Nú fer hver að verða síðastur til að næla sér í miða því aðeins vika er til stefnu.

Sérfræðingarnir koma víða að en fyrirlesararnir eru bæði erlendir og innlendir með fjölbreyttan bakgrunn, frá BMW, Shell, Össuri, Solar, Spretti, Landspítalanum, Útlendingastofnun Svíþjóðar og ráðgjafar í Lean fræðum.

Lean Ísland vikan í hnotskurn:

  • Námskeið 19.maí – Markmið að gera skrifstofuferla skilvirkari

  • Námskeið 20.maí – Markmið að gera ákvarðanatöku auðveldari með sjónstjórnun

  • Ráðstefna 21.maí – Markmið að læra af öðrum fyrirtækjum og sérfræðingum í að gera vinnuna betri og skilvirkari

  • Námskeið 22.maí – Markmið að gera tíma stjórnenda skilvirkari

Nánari upplýsingar og skráning á www.leanisland.is.

Kveðja,

stjórnin

Ráðstefna þann 10. apríl – takið daginn frá

DRÖG að dagskrá fyrir ráðstefnuna okkar 10. apríl 2014 á Nauthóli er að smella saman og lítur glimrandi vel út. Ekki þverfótandi fyrir áhugaverðum fyrirtækjum og fyrirlesurum :

Morgunverður : 8:00 – 8:30

8:30 – 8:45 Setning ráðstefnu, formaður MPM félagsins
8:45 – 9:00 Inngangur – Dr. Hilmar Janusson, forseti tækni- og verkfræðideildar HÍ
9:00 – 9:40 Nýsköpunarsjóður – Helga Valfells framkvæmdastjóri
9:40 – 10:20 Meniga – Áslaug S. Hafsteinsdóttir verkefnastjóri
10:20 – 10:40 Kaffi
10:40 – 11:20 Truenorth – Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri
11:20 – 12:00 Alvogen – Guðmundur Örn Óskarsson CIO
12:00 – 12:20 Lokahvatning – Heiða Kristín framkvæmdastjóri Besta flokksins
12:20 – 12:30 Ráðstefnuslit, formaður MPM

Ráðstefnustjóri : Tinna Lind Gunnarsdóttir leikari og MPM

Verð og skráningarupplýsingar koma þann 27. mars.

Lean Ísland

Okkur hjá MPM félaginu langar að vekja athygli á Lean Ísland ráðstefnunni sem fram fer í næstu viku!

 

Lean Ísland 2013

Lean Ísland ráðstefnan var haldin af Spretti í fyrsta sinn á síðastliðnu ári þar sem um 300 manns mættu til að læra af fyrirlesurum og hverju öðru. Ráðstefnan fékk mjög góðar undirtektir viðstaddra og mun Sprettur því endurtaka leikinn þann 7. maí næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Þetta árið er dagskráin enn metnaðarfyllri þar sem hægt verður að velja um tvær fyrirlestrabrautir í stað einnar. Að auki verður svokallað Opið rými í lok ráðstefnunnar þar sem þátttakendum og fyrirlesurum gefst tækifæri til að búa til sína eigin ráðstefnudagskrá. Úrval fyrirlesara verða með erindi þar sem áherslan er á Lean hugsunstjórnun og menningu. Meðal fyrirlesara er Daniel T. Jones sem er einn höfunda bókanna The Machine That Changed The World og Lean Thinking: Banish Waste and Create Wealth in Your Corporation þar sem orðið ‘lean’ var kynnt til sögunnar sem lýsing á hugmyndafræði og framleiðsluaðferðum Toyota.

Lean Ísland er fyrir alla sem vilja ná meiri árangri í sínum fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki og stofnanir í mörgum atvinnugreinum bæði í þjónustu og framleiðslu eru byrjuð að nýta sér Lean stjórnun og hugsun. Með áherslum sínum á virði fyrir viðskiptavini og umbótamenningu er Lean stjórnun að fá verðskuldaða athygli um heim allan.

Í ráðstefnuvikunni verða einnig tvö námskeið fyrir þá sem vilja læra enn meira um hvernig megi ná árangri með lean umbótum.

Skráningu og nánari upplýsingar má nálgast á vef ráðstefnunnar www.leanisland.is.

Jólafundur MPM félagsins 2012

Jólafundur „happy hour“ – verkefnastjórnun hjá Icelandair
Fimmtudagurinn 6. desember kl. 17 í bíósal Hótel Natura (salur 1).
Björgvin Harri og Dagur Egonsson munu taka á móti okkur og fara í gegnum verkefnastjórnun í tveimur deildum hjá þeim. Fjallað verður meðal annars um það hvernig sé að vinna í fjölþjóðlegum teymum, reynsla þeirra og aðferðir sem IT sviðið notar við stjórnun á verkefnum sínum.
Félagarnir eru miklir reynsluboltar og hafa starfað lengi hjá Icelandair, Björgvin er verkefnastjóri, MPM 2009, og hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 2004. Dagur er ‘director management information´ og hefur starfað hjá Icelandair frá árinu 1996.
Hvetjum mpm árganga til að nýta tækifærið og hittast, fá sér einn öl og fræðast heilan helling ! Happy hour verður á barnum til kl. 19
Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir miðvikudaginn 5. desember, skráning sendist í mpmfelag@mpmfelag.is
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
kveðja
Jólastjórnin

Hádegisfyrirlestur þann 8. nóvember – Sigurjón Þórðarson

Hin hlutverk verkefnastjórans.

 

Fjallað er um þau hlutverk önnur en sérfræðin sem þarf að sinna þegar er  verið að vinna með fólki.

 

Sigurjón er með 7 ára reynslu sem ráðgjafi. Hann er með MBA, kennari, matreiðslumeistari og með eigin rekstur  í ferðaþjónustu í 16 ár, kennsla í grunnskóla 3 ár, fjöldi námskeiða í team building, ráðgjafahæfni, leiðsögn og kennsla í  sjókayakferðum ofl.  

 

Hans sérsvið er hreysti fyrirtækja, liðsheildar og leiðtogaþjálfun, stefnumótun, samskipti, fyrirlestrar, persónuleg hæfni, innleiðing breytinga, tenging gilda við starfsmenn, stjórnun og þjálfun verkefnahópa og viðtöl við stjórnendur og sérfræðinga, stjórnun stórfunda og vinnustofur.

Staðsetning og tími: Háskólinn í Reykjavík, stofa M209, 2.hæð. 12:00-13:00
 
 
Þetta verður eflaust spennandi fyrirlestur og hvetjum við ykkur til að koma í hádeginu. Einnig viljum við benda á fyrirlestur um verkefnastjórnun hjá Icleandair sem verður þann 6. desember .
 
 
Kv. Stjórnin
 

Hádegisfyrirlestur þann 11. október

Hádegiserindi MPM félagsins – Á allra vörum
Hvernig verður verkefni eins og „Á allra vörum“ að veruleika.
Forsvarskonur verkefnisins „Á allra vörum“ þær Gróa
Ásgeirsdóttir, Elísabet Sveinsdóttir og Guðný
Pálsdóttir munu segja frá undirbúningi, skipulagningu
og framkvæmd þessa mikila verkefnis.
Að framsögu lokinni gefst kostur á spurningum frá
þátttakendum.

Verkefnið „Á allra vörum“ fór af stað árið 2008 með það markmið að styðja við
Krabbameinsfélag Íslands og var söfnunarfé það árið varið til kaupa á tækjum til að
greina brjóstakrabbamein á frumstigi. Verkefnið hefur síðan verið árlegt og í hvert
sinn er valið ákveðið verkefni sem stutt er við, sem þó tengist krabbameini á einhvern
hátt. Átakið 2012 var; Stuðningsmiðstöð fyrir veikustu börnin.

Staðsetning: Þjóðmenningarhús, Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík

Tími: 11. október 2012, kl. 12:00 – 13:00

Verð: 1.200 kr., súpa og brauð er innifalið (greitt á staðnum)

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda póst á
mpmfelag@mpmfelag.is eigi síðar en á hádegi miðvikudagsins 10. október

Hádegisfyrirlestur

MPM námið við HR og MPM félagið verða með hádegisfyrirlestur miðvikudaginn 19. september.

Robert Dell prófessor við Cooper Union háskólann í New York mun vera með spennandi fyrirlestur sem nefnist:

Beyond the Box

- A systematic approach to solving great problems with simple and elegant solutions

Fyrirlesturinn verður í Háskóla Reykjavíkur, nánari upplýsingar koma síðar.