Dagskrá ráðstefnu: Hvað er að vera verkefnastjóri?

mars 27, 2015 Skráð af JBE

Dagskrá ráðstefnu félagssins „Hvað er að vera verkefnastjóri?“ sem haldin er  í samstarfi við Dokkuna og MPM námið er komin inná Dokkuna. Félagsmenn MPM félagsins og nemendur MPM námsins fá frítt inn, Dokkufélagar, félagar í Stjórnvísi og VSF greiða 3000 krónur en aðrir greiða 6500 kr. Boðið verður uppá léttan hádegismat og ekki má gleyma koktailnum sem MPM námið býður MPM-urum eftir herlegheitin.

Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna og kynna sér dagskrána.

Hvað er að vera verkefnastjóri?

mars 3, 2015 Skráð af JBE

Takið frá 15 apríl 2015, þá verður Vorráðstefna MPM félagsins „Hvað er að vera Verkefnastjóri“ haldin á Nauthóli. Léttar veitingar verða í boði frá kl 12:00 og hefst ráðsefnan kl 12:30. Einungis eru 130 sæti í boði, þannig að ekki missa af þessu frábæra tækifæri.

Hvernig innleiðum við LEAN og 4DX

janúar 15, 2015 Skráð af JBE

Fyrirtækjakynning hjá Ölgerðinni 5. febrúar kl. 16:00

Á fundinum mun Óskar Ingi  leiða okkur í gegnum sannleikan á innleiðingu Lean og 4DX hjá Ölgerðinni.

Framsögumaður

Óskar Ingi Magnússon, sérfræðingur

Óskar hefur starfað hjá Ölgerðinni í um eitt og hálft ár sem sérfræðingur á vörustjórnunarsviði. Hans hlutverk er að sjá um greiningar fyrir vörustjórnunar og tæknisvið ásamt því að verkstýra stórum umbótaverkefnum. Hann er með MS próf í verkfræði frá Columbia University.

Fundarstaður

Ölgerðin, Grjóthálsi 7-11, 110 Reykjavík

Skráðu þig hér

Ný stjórn MPM félagsins kosin á aðalfundi 16. júní 2014

október 29, 2014 Skráð af JBE

Ný stjórn starfsárið 2014 – 2015 skipar :

Elisabet Thorvaldsdottir
Friðleifur Kristjánsson
Jens Ívar Jóhönnuson Albertsson
Jonina Erlingsdóttir
Magnús Ögmundsson
Viktor Steinarsson

Dagrún Árnadóttir, Einar Pétur Heiðarsson, Ragnhildur Nielsen, Sigríður Rósa Magnúsdóttir, Magnús Ágúst Skúlason gáfu ekki kost á sér aftur og er þeim þakkað kærlega fyrir frábært og öflugt samstarf.

Lean ráðstefna 21. maí

maí 13, 2014 Skráð af RN

Sælir félagar

Okkur langar að benda á spennandi ráðstefnu sem er framundan hjá Lean Ísland!

 

Lean Ísland er fyrir alla sem vilja ná meiri árangri í sínum fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki og stofnanir í mörgum atvinnugreinum bæði þjónustu og framleiðslu eru byrjuð að nýta sér Lean stjórnun og hugsun. Með áherslum sínum á virði fyrir viðskiptavini og umbótamenningu er Lean stjórnun að fá verðskuldaða athygli um heim allan. Ráðstefnan hentar fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna.

Nú fer hver að verða síðastur til að næla sér í miða því aðeins vika er til stefnu.

Sérfræðingarnir koma víða að en fyrirlesararnir eru bæði erlendir og innlendir með fjölbreyttan bakgrunn, frá BMW, Shell, Össuri, Solar, Spretti, Landspítalanum, Útlendingastofnun Svíþjóðar og ráðgjafar í Lean fræðum.

Lean Ísland vikan í hnotskurn:

  • Námskeið 19.maí – Markmið að gera skrifstofuferla skilvirkari

  • Námskeið 20.maí – Markmið að gera ákvarðanatöku auðveldari með sjónstjórnun

  • Ráðstefna 21.maí – Markmið að læra af öðrum fyrirtækjum og sérfræðingum í að gera vinnuna betri og skilvirkari

  • Námskeið 22.maí – Markmið að gera tíma stjórnenda skilvirkari

Nánari upplýsingar og skráning á www.leanisland.is.

Kveðja,

stjórnin

Myndir af MPM ráðstefnu 10.4.2014

apríl 14, 2014 Skráð af DEA

Nú eru komnar inn myndir af vel heppnaðri ráðstefnu MPM félagsins: Verkefnastjórnun í hröðum vexti.

Hægt er að sjá myndirnar hérna.

Vorráðstefna MPM félagsins 10. apríl 2014 – skráning hafin

mars 28, 2014 Skráð af DEA

MPM félagið í samvinnu við Verkefnastjórnunarfélag Íslands og MPM námið, heldur ráðstefnuna VERKEFNASTJÓRNUN Í HRÖÐUM VEXTI þann 10. apríl 2014 á Nauthól.

Opnað hefur verið fyrir skráningu og hvetur MPM félagið ykkur til að taka daginn frá og skrá ykkur á þessa áhugaverðu ráðstefnu!
Takmarkað sætaframboð.

Dagskrá :

08:00-08:30 Morgunmatur og skráning
08:30-08:40 Setning ráðstefnu – Ragnhildur Nielsen, formaður MPM félagsins
08:45-09:00 Inngangur
Dr. Hilmar Bragi Janusson, forseti Verkfræði og raunvísindasviðs Háskóla Íslands
09:00-09:40 Margir boltar á lofti : Verkefnastjórnun í sprotafyrirtækjum.
Hekla Arnardóttir fjárfestingarstjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins
09:40-10:20 Skiptir verkefnastjórnun máli ? : Verkefnastjórnun í innleiðingarverkefnum og lærdómur í gegnum hraðan vöxt í alþjóðlegu umhverfi.
Áslaug S. Hafsteinsdóttir verkefnastjóri hjá Meniga
10:20-10:40 Kaffihlé
10:40-11:20 Formfesta í sveigjanleikanum : Áskoranir í verkefnum Truenorth og þættir sem hafa áhrif á velgengni þeirra.
Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri Truenorth
11:20-12:00 Augun á áhrifunum : Flókin viðfangsefni í alþjóðlegri starfssemi kalla á öfluga verkefnastjórnun.
Guðmundur Örn Óskarsson, CIO Alvogen
12:00-12:15 Lokahugleiðing : allir eru glaðir og allir eru að tala um…
Heiða Kristín stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og framkvæmdastjóri Besta flokksins
12:15-12:20 Ráðstefnulok – Formaður MPM

Ráðstefnustjóri : Tinna Lind Gunnarsdóttir leikari og MPM

Skráðir félagar MPM félagsins og nemar í MPM námi við HR greiða ekkert þátttökugjald. Félagar í Verkefnastjórnunarfélagi Íslands greiða 3.000,-. Aðrir greiða 6.500,-.

Skráning á ráðstefnu fer fram hér.
Félagar í VSF skrá sig á heimasíðu Verkefnastjórnunarfélagsins, sjá hér.

Ráðstefna þann 10. apríl – takið daginn frá

mars 24, 2014 Skráð af RN

DRÖG að dagskrá fyrir ráðstefnuna okkar 10. apríl 2014 á Nauthóli er að smella saman og lítur glimrandi vel út. Ekki þverfótandi fyrir áhugaverðum fyrirtækjum og fyrirlesurum :

Morgunverður : 8:00 – 8:30

8:30 – 8:45 Setning ráðstefnu, formaður MPM félagsins
8:45 – 9:00 Inngangur – Dr. Hilmar Janusson, forseti tækni- og verkfræðideildar HÍ
9:00 – 9:40 Nýsköpunarsjóður – Helga Valfells framkvæmdastjóri
9:40 – 10:20 Meniga – Áslaug S. Hafsteinsdóttir verkefnastjóri
10:20 – 10:40 Kaffi
10:40 – 11:20 Truenorth – Helga Margrét Reykdal framkvæmdastjóri
11:20 – 12:00 Alvogen – Guðmundur Örn Óskarsson CIO
12:00 – 12:20 Lokahvatning – Heiða Kristín framkvæmdastjóri Besta flokksins
12:20 – 12:30 Ráðstefnuslit, formaður MPM

Ráðstefnustjóri : Tinna Lind Gunnarsdóttir leikari og MPM

Verð og skráningarupplýsingar koma þann 27. mars.

Ný stjórn MPM félagsins kosin á aðalfundi 28.5.2013.

maí 29, 2013 Skráð af DEA

Aðalfundur MPM félagsins fór fram 28.5.2013 í HR og mættu 12 manns.

Ragnhildur Nielsen fór með skýrslu stjórnar og Óskar Friðrik Sigmarsson, fráfarandi féhirðir lagði ársreikning fram.

Tveir stjórnarmeðlimir gáfu ekki kost á sér til frekari setu, Óskar Friðrik Sigmarsson og Anna Kristrún Gunnarsdóttir.  Tveir gáfu kost á sér og því ekki þörf að kjósa um nýja stjórn.

Ný stjórn fyrir starfsárið 2013 – 2014 skipa :
Dagrún Árnadóttir
Einar Pétur Heiðarsson (nýr)
Friðleifur Kristjánsson
Jónína Björk Erlingsdóttir (ný)
Ragnhildur Nielsen
Sigríður Rósa Magnúsdóttir

Einn gaf kost á sér sem varamaður í stjórn, Magnús Ágúst Skúlason og var hann sjálfkjörinn.

Bragi Rúnar Jónsson var kjörinn skoðunarmaður og varamaður hans sjálfkjörin Ingibjörg E. Garðarsdóttir.

Í lokin var boðið upp á léttar veitingar.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér í fundargerð.

Ný stjórn þakkar Óskari og Önnu kærlega fyrir stjórnarsetu þeirra í félaginu og öflugt framlag. Óskar sat í tvö ár í stjórn og Anna í þrjú.  Húrra !

Lean Ísland

maí 3, 2013 Skráð af RN

Okkur hjá MPM félaginu langar að vekja athygli á Lean Ísland ráðstefnunni sem fram fer í næstu viku!

 

Lean Ísland 2013

Lean Ísland ráðstefnan var haldin af Spretti í fyrsta sinn á síðastliðnu ári þar sem um 300 manns mættu til að læra af fyrirlesurum og hverju öðru. Ráðstefnan fékk mjög góðar undirtektir viðstaddra og mun Sprettur því endurtaka leikinn þann 7. maí næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica. Þetta árið er dagskráin enn metnaðarfyllri þar sem hægt verður að velja um tvær fyrirlestrabrautir í stað einnar. Að auki verður svokallað Opið rými í lok ráðstefnunnar þar sem þátttakendum og fyrirlesurum gefst tækifæri til að búa til sína eigin ráðstefnudagskrá. Úrval fyrirlesara verða með erindi þar sem áherslan er á Lean hugsunstjórnun og menningu. Meðal fyrirlesara er Daniel T. Jones sem er einn höfunda bókanna The Machine That Changed The World og Lean Thinking: Banish Waste and Create Wealth in Your Corporation þar sem orðið ‘lean’ var kynnt til sögunnar sem lýsing á hugmyndafræði og framleiðsluaðferðum Toyota.

Lean Ísland er fyrir alla sem vilja ná meiri árangri í sínum fyrirtækjum og stofnunum. Fyrirtæki og stofnanir í mörgum atvinnugreinum bæði í þjónustu og framleiðslu eru byrjuð að nýta sér Lean stjórnun og hugsun. Með áherslum sínum á virði fyrir viðskiptavini og umbótamenningu er Lean stjórnun að fá verðskuldaða athygli um heim allan.

Í ráðstefnuvikunni verða einnig tvö námskeið fyrir þá sem vilja læra enn meira um hvernig megi ná árangri með lean umbótum.

Skráningu og nánari upplýsingar má nálgast á vef ráðstefnunnar www.leanisland.is.